Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vegagerðin að ljúka útboðsgögnum vegna stálþils í Grindavík
Miðgarður Grindavíkurhafnar verður endurnýjaður. Áætlaður kostnaður er um einn milljarður króna. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 14. september 2016 kl. 14:40

Vegagerðin að ljúka útboðsgögnum vegna stálþils í Grindavík

Vegagerðin mun í þessari viku ljúka við útboðsgögn vegna endurnýjunar á Miðgarði Grindavíkurhafnar. Endurnýja á viðlegukantinn við Miðgarð með því að reka niður nýtt stálþil.

Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, sagði í samtali við blaðið að þegar Vegagerðin skili útboðsgögnum til hafnarstjórnar verði farið yfir málið og útboð á verkinu auglýst í framhaldinu.

Miðgarður er 200 metra langur og er gert ráð fyrir að endurbæturnar kosti um einn milljarð króna. Ríkið greiðir 60% kostnaðar þannig að hlutur Grindavíkurhafnar er um 400 milljónir króna.

Stálþilið sem á að reka niður er þegar komið til Grindavíkur en stálið var keypt frá Þýskalandi.

Sigurður hafnarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á þessu ári en það ráðist þó af því hvernig útboðið fer en eins og kunnugt er þá sitja verktakar ekki auðum höndum í dag og því hætta á að tilboð í verk verði hærri en ásættanlegt sé.

Endurbætur á Miðgarði, sem er um 200 metra langur, kosta um einn milljarð króna. Reka þarf niður nýtt stálþil um einn og hálfan metra út frá núverandi viðlegukanti. Þá á að dýpka höfnina við nýja viðlegukantinn og fara með dýpið í 8 metra.

Gert er ráð fyrir að kostnaður Grindavíkurhafnar vegna framkvæmdarinnar verði um 400 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024