Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vegagerð á Vallarheiði
Miðvikudagur 10. september 2008 kl. 10:27

Vegagerð á Vallarheiði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú stendur yfir vegagerð á Vallarheiði. Unnið er að því að leggja veg á milli Seljubrautar og Lindarbrautar. Nýir vegir eru ekki svo algengir í gömlu herstöðinni og telst okkur til að þessi vegur sé annar vegurinn sem er lagður eftir að Íslendingar tóku yfir herstöðina. Hinn er tengin á íbúðabyggðinni við Grænás, vegurt sem í dag heitir Grænásbraut og liggur frá Reykjanesbraut og upp að gamla Officeraklúbbnum. Vegurinn sem nú er verið að leggja er hugsaður fyrir strætó og mun auðvelda honum aðkomu að Háaleitisskóla og tengist nýju leiðakerfi strætó.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson