Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 14. júlí 2008 kl. 13:09

Vegaframkvæmdir í Reykjanesbæ

Næstu 2 mánuðina verða í gangi framkvæmdir við Suðurgötu milli Vatnsnesvegar og Skólavegar. Þar verður skipt um allar lagnir, jarðveg og slitlag. Íbúum er bent á bílastæði milli Suðurgötu og Hafnargötu meðan á framkvæmdum stendur. Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, biður íbúa og vegfarendur velvirðingar á truflunum vegna þessara framkvæmda.

Eins og íbúar hafa orðið varir við þá eru  einnig framkvæmdir framan við Nesvelli á Njarðarbraut. Njarðarbraut verður lokuð frá Hjallavegi að Krossmóa til 25. júlí. Umferðarþunginn hefur því færst á Vallarbrautina af Njarðarbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024