Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vefurinn www.bluelagoon.is besti vefur Íslands 2012
Laugardagur 9. febrúar 2013 kl. 13:27

Vefurinn www.bluelagoon.is besti vefur Íslands 2012

Vefur Bláa Lónsins www.bluelagoon.com var í dag valinn besti vefur Íslands.  Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær.
Vefurinn var einnig valinn sá besti í flokki vefsvæða sem voru tilnefnd fyrir útlit og viðmót.  Eveonline.com Resonata.com visitvatnajokull.is og wow.is voru einnig tilnefndir fyrir útlit og viðmót.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Dómnefnd skipuð fagfólki í vefmálum valdi þá vefi sem komust í úrslit en í janúar gafst fyrirtækjum og einstaklingum kostur á að tilnefna til verðlaunanna.

Vefsvæðið er einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að samskiptum Bláa Lónsins við viðskiptavini hér heima og erlendis og er það hluti af  heildarupplifun Bláa Lónsins. Upplifun notenda var því höfð að leiðarljósi við hönnun og skipulagningu hins nýja vefsvæðis.

Hönnun vefsvæðisins var í höndum Kosmos & Kaos. Dacoda hefur hýst og séð um vefsvæði Bláa Lónsins í  meira en áratug og byggir svæðið á vefumsjónarkerfi Dacoda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024