Vefur Víkurfrétta tekur stakkaskiptum
Eins og lesendur Víkurfrétta á netinu taka eflaust eftir hefur verið gerð umtalsverð breyting á vef blaðsins. Öllu útliti síðunnar hefur verið breytt. Það eru starfsmenn daCoda sem unnið hafa að breytingum á síðunni en www.vf.is er unnin í í ConMan 2.0 .NET sem er eitt öflugasta vefumsjónarkerfi sem finnst. Útlit síðunnar teiknaði Hilmar Bragi Bárðarson en það skal góðfúslega viðurkennt að hér var ekki verið að finna upp hjólið, heldur reynt að sameina margt gott úr ýmsum áttum í einum vef.
Á næstu dögum og vikum koma fleiri viðbætur við síðuna. Fleiri undirsíður eru í smíðum og nokkrir nýir valmöguleikar verða virkjaðir á síðunni.
Sérstakt ljósmyndagallerý verður opnað á vef Víkurfrétta innan nokkurra daga og strax í framhaldi af því verður opnaður sérstakur Qmen-vefur, sem verður kynntur nánar þegar þar að kemur. Í dag eru hins vegar myndir af sumarstúlkum Qmen 2004 sem birtast vikulega í Víkurfréttum í allt sumar.
Þess má geta að lokum að við söknum ekki gömlu síðunnar, enda var hún barn síns tíma.
Á næstu dögum og vikum koma fleiri viðbætur við síðuna. Fleiri undirsíður eru í smíðum og nokkrir nýir valmöguleikar verða virkjaðir á síðunni.
Sérstakt ljósmyndagallerý verður opnað á vef Víkurfrétta innan nokkurra daga og strax í framhaldi af því verður opnaður sérstakur Qmen-vefur, sem verður kynntur nánar þegar þar að kemur. Í dag eru hins vegar myndir af sumarstúlkum Qmen 2004 sem birtast vikulega í Víkurfréttum í allt sumar.
Þess má geta að lokum að við söknum ekki gömlu síðunnar, enda var hún barn síns tíma.