Vefur Víkurfrétta slær öll fyrri aðsóknarmet
Víkurfréttir á Netinu hafa slegið öll fyrri aðsóknarmet á vefnum í þessari viku. Þannig voru innlit á vef blaðsins orðin vel yfir 11.000 síðdegis í gær, en mælingar hófust á miðnætti á sunnudagskvöld og munu standa til miðnættin næsta sunnudag. Þá var gestafjöldinn orðinn um 5500 manns í gærkvöldi en t.a.m. voru rúmlega 4100 gestir alla síðustu viku í 14.400 innlitum. Þessi vika mun því slá öll fyrri met með sama áframhaldi. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á www.vf.is sem hafa mælst vel fyrir. Þannig hefur ljósmyndum á vefnum verið fjölgað umtalsvert og sækja gestir vefsíðunnar mikið í myndasöfnin.Fjölmargar nýjungar eru væntan-legar á næstu dögum, m.a. vefur fyrir ungt fólk og unnendur næturlífs. Þær breytingar verða kynntar ýtarlega um leið og þær síður fara í loftið.