Vefur Víkurfrétta: Notendafjöldinn jókst um ríflega 60%
Notendafjöldinn á vef Víkurfrétta, vf.is, jókst um ríflega 60% í áttundu viku ársins, sem er vikumet að því er fram kemur á vef Modernus, fyrirtækis sem heldur utan um vefmælingar á Íslandi. Sérstök athygli er vakin á þessu á vef Modernus.
Í síðustu viku var vf.is í 16. sæti yfir mest sóttu vefi landsins með 26,513 notendur, 78,261 innlit og 318,440 flettingar. VF.is hefur verið í stöðugri þróun og nýlega voru gerðar breytingar á vefnum í því skyni að efla hann og gera hann aðgengilegri. Það virðist hafa fallið notendum hans vel í geð.