VefTV: Víkurfréttir í návígi við herþotur í háloftunum
Víkurfréttir voru í návígi við herþotur í háloftunum suður af Reykjanesi í morgun. Kvikmyndatökumaður Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, var um borð í KC-135 eldsneytisbirgðavél bandaríska hersins og náði þar einstökum myndum af því þegar eldsneyti var dælt frá birgaðvélinni yfir í F-15 og F-16 orrustuþotur frá norska og bandaríska hernum. Einnig var eldsneyti dælt yfir í AWACS ratsjáreftirlitsflugvél. Myndband með myndum frá þessu sérstaka sjónarhorni má nú finna í VefTV.
Mynd: F-16 þota norska hersins tekur eldsneyti á flugi suður af Reykjanesi í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mynd: F-16 þota norska hersins tekur eldsneyti á flugi suður af Reykjanesi í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson