VefTV: Ráðherra lagði hornstein í Vogum
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, lagði í gær hornstein að Stórheimili í Vogum á Vatnsleysuströnd, en um er að ræða íbúðarhúsnæði og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara.
Á stórheimilinu verða 13 séríbúðir sem eru sérstaklega útbúnar með þarfir eldri borgara í huga. Þar verður greiður aðgangur að þjónustu sem gerir fólki möguleika á að búa lengur á sínu heimili.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að með tilkomu stórheimilisins yrði bylting í aðstöðu fyrir tómstundastarf og þjónustu eldri borgara. „Við erum búin að ná hér saman á einum stað stórum hopi eldri borgara sem getur hjálpað okkur að þróa þjónustuna áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að fjölga búsetukostum fyrir eldri borgara. Fólk vill fá að búa lengur heima og hafa aðgengi að þjónustu og stuðning til að geta verið lengur heima, og ég held að þetta verkefni hér sé stórt skref í þessa átt.“
Fyrsta skólfustungan að byggingunni var tekin í maí á síðasta ári og er stefnt að því að heimilið verði tekið í notkun síðar á þessu.
Sjáið frétt um málið í vefTV Víkurfrétta með því að smella hér.
VF-mynd/elg
Á stórheimilinu verða 13 séríbúðir sem eru sérstaklega útbúnar með þarfir eldri borgara í huga. Þar verður greiður aðgangur að þjónustu sem gerir fólki möguleika á að búa lengur á sínu heimili.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að með tilkomu stórheimilisins yrði bylting í aðstöðu fyrir tómstundastarf og þjónustu eldri borgara. „Við erum búin að ná hér saman á einum stað stórum hopi eldri borgara sem getur hjálpað okkur að þróa þjónustuna áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að fjölga búsetukostum fyrir eldri borgara. Fólk vill fá að búa lengur heima og hafa aðgengi að þjónustu og stuðning til að geta verið lengur heima, og ég held að þetta verkefni hér sé stórt skref í þessa átt.“
Fyrsta skólfustungan að byggingunni var tekin í maí á síðasta ári og er stefnt að því að heimilið verði tekið í notkun síðar á þessu.
Sjáið frétt um málið í vefTV Víkurfrétta með því að smella hér.
VF-mynd/elg