VefTV: Helguvíkurálver í uppnámi?
Ákvörðun Grindvíkinga um að hafna öllum nýjum háspennulínum í lofti um landsvæði sveitarfélagsins hefur sett áætlanir um álver í Helguvík í nokkurt uppnám. Jarðstrengur er bæði mun dýrari í framkvæmd og erfiðari við að eiga varðandi bilanir.
Skiptar skoðanir eru þó um afleiðingarnar, en Grindvíkingar segjast vera að fara að fordæmi annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum sem hafa ekki viljað loftlínu um sínar jarðir.
Viðtöl við Berg Sigurðasson, framvæmdastjóra Landverndar, og Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, má finna í frétt í Vefsjónvarpi Víkurfrétta með því að smella hér.
Mynd/Oddgeir Karlsson: Séð yfir Helguvík