VefTV: „Heimastelpan“ ánægð með Helguvíkurkísil
„Heimastelpan“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra segist afar ánægð með tilkomu United Silicon fyrirtækisins sem hefur hafið byggingu kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Þetta sé fyrsta stóra verkefnið af þessu tagi eftir hrun og búið að vera lengi í undirbúningi. Og sé líka fyrsta skrefið í nýrri þróun.
„Ég hef trú á því að þetta sé eitt af mörgum sem eiga eftir að koma hér í Helguvík. Tilkoma verksmiðjunnar mun bæta atvinnuástandið á Suðurnesjum og er mjög ánægjuleg viðbót í atvinnutækifæri á svæðinu. Þá er verið að taka þessa auðlindagarðs-hugsun lengra í Helguvík, þar sem hrat úr einni verksmiðju verður að hráefni hjá annarri. Fyrirtækin vinni þannig saman og nýti orkuna á umhverfisvænan hátt,“ segir hún m.a. í viðtali við Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta.