Veftímarit: Óskabarn kauptúnsins
SUNDHÖLLIN Í KEFLAVÍK Á SÉR MIKLA SÖGU - HÚSNÆÐIÐ ER TIL SÖLU OG GÆTI HLOTIÐ ÞAU ÖRLÖG AÐ VERA JAFNAÐ VIÐ JÖRÐU
Sundhöllin í Keflavík á sér langa og merka sögu. Hún var tekin í notkun sem útilaug árið 1939 og þótti þá mikil bylting fyrir kauptúnið Keflavík. Byggt var yfir laugina eftir teikningum frá húsameistaranum sjálfum, Guðjóni Samúelssyni árið 1950. Jafnan var sundhöllin nefnd óskabarn kauptúnsins. Þar lærðu þúsundir Suðurnesjamanna að synda á sínum tíma en allri starfsemi var hætt í sundlauginni árið 2006. Nú er húsnæðið til sölu og óvíst um afdrif þessa sögufræga húss.
Víkurfréttir ræddu við ýmsa aðila um Sundhöllina og fór yfir sögu hússins en sjónvarpsinnslag og viðtöl má sjá í veftímariti okkar, en þar fá myndir og myndbönd að njóta sín til fulls í skemmtilegu umbroti.
Sjá veglega umfjöllun á tímariti Víkurfrétta með því að smella hér.