Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðurstofan: Varla nokkurt ferðaveður frá kl. 07 og til hádegis
Sunnudagur 30. desember 2007 kl. 03:41

Veðurstofan: Varla nokkurt ferðaveður frá kl. 07 og til hádegis

Veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands segir að suðvestan- og vestanlands verður vart hægt að tala um nokkurt ferðaverður frá því um kl. 07 og fram yfir hádegi, þegar ætla má að skil lægðarinnar fari hjá.

Búast má við vindhviðum allt að 50-60 m/s undir Hafnarfjalli og á utanverðu Kjalarnesi í fyrramálið.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veðurdellukarl segir á bloggi sínu um veðrið sem er að koma:

„Veðrið á morgun (í dag, sunnudag) verður hvað verst um vestanvert landið um og fyrir hádegi og þó það fari jafnt og þétt versnandi í nótt verður veðurhæðin ekki orðin óskapleg fyrr en snemma í fyrramálið.  Suðausturland og miðhluti Norðurlands sleppur yfirleitt betur í þessari gerð SA-áttarinnar. Á Austfjörðum og Norðausturlandi er einnig gert ráð fyrir afar hvössu en ekki fyrr en um og upp úr hádegi.

Á meðan veðrið verður hvað verst á milli kl. 07 og u.þ.b. kl 13  held ég að vænlegast sé fyrir fólk suðvestan- og vestanlands að vera bara alls ekkert á ferðinni.

Afturbeygðu skil lægðarinnar eru síðan væntanleg annað kvöld með SV-átt.  Slík óveður ná yfirleitt yfir tiltölulega takmarkað svæði, en fróðlegt verður engu að síður að fylgjast með ferli þeirra og hegðun á morgun.“  


Veðurhorfur næsta sólarhringinn samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands
Viðvörun: Búist er við stormi eða roki á öllu landinu á morgun og mikilli rigningu sunnanlands. Spá: Suðaustan 10-15 m/s og sums staðar snjókoma eða slydda í fyrstu suðvestanlands. Hvessir seint í nótt, suðaustan 23-28 m/s um landið vestanvert, hvassast um og fyrir hádegi. Versnandi veður austan- og norðaustanlands um miðjan dag. Víða rigning á morgun og mikil rigning sunnan- og suðaustanlands. Hlýnandi og hiti 4 til 8 stig þegar kemur fram á daginn.

 

Mynd: Veðurkort sem sýnir stöðuna kl. 09 í fyrramálið, sunnudagsmorgun. Rok og mikið vatnsveður.

 

Skýringar:

Fanir á vindörvum
Fanirnar sveigjast ætíð í stefnu í átt að lægri þrýstingi. Sé vindhraði það mikill að fanirnar verði fimm eða fleiri er í stað þeirra teiknaður lítill oddhvass þríhyrningur, sem þá táknar 25 m/s. Einn þríhyrningur auk einnar og hálfrar fanar táknar þannig 32,5 m/s.

Vindupplýsingar eru settar fram með þessum hætti á verðurkortum.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024