Veðurstofan spáir ofasveðri
Veðurstofan spáir nú meira óveðri en því sem gekk yfir um síðustu helgi, einkum suðvestanlands. Óveðrið skellur á snemma í fyrramálið. Icelandair hefur ákveðið að fresta öllu millilandaflugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með nánari upplýsingum á síðum Textavarpsins.
Yfirlit
500 km suðvestur af Reykjanesi er ört vaxandi 980 mb lægð, sem hreyfist norðnorðaustur.
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun!
Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Viðvörun: Búist er við stormi víða um land og jafnvel ofsaveðri suðvestanlands í fyrramálið.
Spá: Gengur í suðaustan 18-23 m/s með mikilli rigningu sunnan- og vestanlands. Annars heldur hægara og dálítil rigning eða slydda. Snýst í suðvestlæg átt í fyrramálið, 20-28 m/s, hvassast suðvestan til. Gengur í hvassa norðan- og norðvestanátt með snjókomu eða éljum seinni partinn og um kvöldið, fyrst á Vestfjörðum. Hiti víða 2 til 7 stig, en kólnandi veður síðdegis.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 18-23 m/s og mikil rigning. Snýst í suðvestan 23-28 m/s seint í nótt og fyrramálið. Vestan 15-23 og él síðdegis, en norðlægari annað kvöld. Hiti 4 til 8 stig í nótt, síðan kólnandi.
Veðurspá: Veðurstofa Íslands - Kort: Veðurkortagrunnur mbl.is Kortið gildir kl. 06 á föstudagsmorgun.