Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 10. febrúar 2003 kl. 07:58

Veðurofsinn nær hámarki fyrir hádegi í dag

Svo virðist sem veðurofsanum sem spáð er í dag sé að ganga yfir landið þessa stundina, en á Stórhöfða í Vestmannaeyjum nær vindhraði 38 m/s. Í veðurspá frá Veðurstofunni frá klukkan 7:45 er búist við stormi (meira en 20 m/s) á öllu landinu. Austan 20-28 m/s, hvassast sunnanlands. Slydda eða rigning og talsverð úrkoma suðaustanlands. Mun hægari suðaustanátt og skúrir sunnantil á landinu síðdegis og lægir einnig norðanlands í kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í suðvestan 18-25 með slyddu eða snjókomu í nótt, en hægari og úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Suðvestan 10-15 m/s á morgun, en 15-20 í fyrstu norðanlands. Léttir til á austanverðu landinu, en él vestantil og dálítil rigning síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024