Miðvikudagur 8. febrúar 2017 kl. 10:25
Veðurofsi stoppar strætó
Ferðir strætó milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur falla niður á meðan veðrið gengur yfir.
„Ferðir frá Keflavíkurflugvelli klukkan 09:55 og 11:55 falla niður vegna veðurs.
Ferðin frá Firði klukkan 10:53 fellur niður vegna veðurs,“ segir í tilkynningu frá Strætó.