Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðurofsi: Allt með kyrrum kjörum ennþá
Föstudagur 10. nóvember 2006 kl. 04:09

Veðurofsi: Allt með kyrrum kjörum ennþá

Enn er allt með kyrrum kjörum hjá lögreglunni í Keflavík og þangað hafa engar alvarlegar tilkynningar um fok borist þegar haft var samband við Sigurð Bergmann á varðstofu lögreglunnar kl. 04.

Sigurður tjáði Víkurfréttum að björgunarsveitarmenn hjá Björgunarsveitinni Suðurnes hafi verið með minniháttar inngrip og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Hjá lögreglunni búast menn ekki við öðru en veðrið skelli á af fullum krafti fyrr en kl. 06. Þangað til verða menn því í að safna kröftum.

Mynd: Frá óveðrinu um síðustu helgi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024