Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðurmyndavélin hvarf í snjó! (Video)
Sunnudagur 28. febrúar 2010 kl. 01:52

Veðurmyndavélin hvarf í snjó! (Video)

Veðrið breytist fljótt á Íslandi. Því höfum við Íslendingar kynnst vel í gegnum árin. Það voru greinilegir háloftavindar yfir Reykjanesbæ í dag og það ákvað kvikmyndatökumaður Víkurfrétta að fanga á kvikmynd, þó með þeim hætti að tekin var ein mynd á sekúndu í um 20 mínútur og myndskeiðið svo spilað þannig að áhorfandinn sér 25 myndir á sekúndu.


Rétt á meðan kvikmyndatökunni stóð gerði myndarlega úrkomu eins og sést vel undir lok myndbandsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024