Veðurhorfur: Væta eftir hádegið
Í morgun kl. 6 var hægviðri og skýjað, en víða þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina. Hiti var 2 til 7 stig. Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er vaxandi lægðardrag, sem þokast norðaustur, en yfir NA-Grænlandi er 1040 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og skýjað, en þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina. Suðaustan 5-10 m/s og fer að rigna undir hádegi, fyrst suðvestanlands. Suðvestan 3-8 og skúrir vestan til í kvöld og nótt, en sums staðar súld eða dálítil rigning austanlands. Hægviðri og skýjað með köflum á morgun, en þurrt að kalla. Hiti 4 til 14 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Suðaustan 5-10 m/s og þykknar upp og fer að rigna um hádegi. Suðvestan 3-8 og stöku skúrir í kvöld og nótt. Hiti 6 til 12 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og skýjað, en þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina. Suðaustan 5-10 m/s og fer að rigna undir hádegi, fyrst suðvestanlands. Suðvestan 3-8 og skúrir vestan til í kvöld og nótt, en sums staðar súld eða dálítil rigning austanlands. Hægviðri og skýjað með köflum á morgun, en þurrt að kalla. Hiti 4 til 14 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Suðaustan 5-10 m/s og þykknar upp og fer að rigna um hádegi. Suðvestan 3-8 og stöku skúrir í kvöld og nótt. Hiti 6 til 12 stig að deginum.