Veðurhamur á Suðurnesjum
Nú er mikill veðurhamur á Suðurnesjum. Núna kl. 18:00 var veðurhæðin komin í 23 m/s á Keflavíkurflugvelli og hviður voru að fara í 36 m/S (metra á sekúndu).
Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa fengið nokkur útköll vegna foks en ekkert þeirra er alvarlegt.
Myndin er tekin frá Krossmóa og yfir Hafnargötu 90 þar sem dúkur á þaki rifnaði upp í veðurofsanum.