Veðurhamur á Suðurnesjum
Einna verst er ástandið á Suðurnesjum í þeim veðurham sem nú gengur yfir landið. Þar voru á þriðja tug óleystra verkefna klukkan 21:00 og hefur Slökkvilið Grindavíkur verið kallað til aðstoðar 70 björgunarsveitamönnum sem eru úti.
Að venju hafa verkefnin verið af ýmsum toga, mikið er um brotna glugga og hurðir sem hafa fokið upp. Skúrar fjúka, þakplötur og klæðingar losna, sólpallar og girðingar fara af stað og tré falla. Ekki er þó vitað um stórtjón á þessari stundu þótt ljóst sé að samanlagt tjón af völdum veðursins er töluvert.