Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðurhæðin ekki enn náð hámarki
Sunnudagur 16. febrúar 2003 kl. 15:50

Veðurhæðin ekki enn náð hámarki

Nú þegar klukkan er rétt að verða fjögur hefur veðurhæðin ekki enn náð hámarki. Netabáturinn Stafnes lagði að bryggju í Sandgerði um klukkan tvö í dag og tóku björgunarsveitarmenn á móti skipinu. Búast björgunarsveitarmenn við mjög slæmu veðri í Sandgerði og eru bílar þar á vakt.Veðurspáin gerir ráð fyrir ofsaveðri (um 30 m/s) á vestanverðu landinu síðdegis. Suðaustan 18-25 m/s og rigning með köflum. Upp úr kl. 15 eru verulegar líkur á skammvinnu suðvestan ofsaveðri Suðvestanlands, með vindhviður upp á 40-50 m/s. Veðrið færist síðan norður um vestanvert landið á næstu 4-6 klst og verður að mestu gengið niður í kvöld, síðast á vestanverðu Norðurlandi.

VF-ljósmynd: Stafnesið leggur að bryggju í Sandgerði um klukkan 2 í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024