Veðurblíða næstu daga
Sólríkt veður með hlýjundum mun leika við íbúa suðvesturhornsins næstu daga, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir norðaustan 5-10 m/s eða hafgolu og léttskýjuðu við Faxaflóann í dag. Hiti verður á bilinu 11 til 18 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og þokuloft eða súld A-lands og úti við N-ströndina, en annars léttskýjað að mestu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-lands.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Hæg austlæg átt og þokuloft eða dálítil súld A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Fremur hlýtt í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir austanátt með vætu, en úrkomulítið N-lands. Áfram milt veður.
---
Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Sólin sest á bak við Snæfellsjökul. Tekið frá Trölladyngju í gærkvöldi.