Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Víðast léttskýjað
Miðvikudagur 18. ágúst 2004 kl. 10:18

Veður: Víðast léttskýjað

Kl.09 var hæg breytileg átt á landinu. Hvergi varða vart úrkomu og léttskýjað var um mikinn hluta landsins. Hiti var frá 5 stigum á hálendinu upp í 13 stig á Akranesi og á Skarðsfjöruvita.Yfirlit yfir Grænlandi er 1018 mb háþrýstisvæði, en suðvestur af Írlandi er víðáttumikið lægðasvæði.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun eru hæg norðlæg eða breytileg átt. Bjart veður að mestu víðast hvar, en stöku síðdegisskúrir til fjalla á Suðurlandi. Norðlæg átt á morgun, 3-8 m/s og sums staðar dálítil súld eða rigning norðaustan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 10 til 17 stig að deginum, en 0 til 6 stig inn til til landsins í nótt.

Veður til 18:00 á morgun á Faxaflóa er hæg norðaustlæg átt, en 7-10 m/s á morgun. Víðast léttskýjað. Hiti 13 til 16 stig yfir miðjan daginn, en 3 til 8 stig í nótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024