Veður tefur björgunaraðgerðir Guðrúnar Gísladóttur
Veður hefur tafið björgunarmenn Guðrúnar Gísladóttur KE í því að koma tönkum niður að skipinu sem ætlað er að reisa það við og lyfta því síðar upp á yfirborðið, að sögn Ásgeirs Loga Ásgeirssonar, sem stjórnar björgunaraðgerðum við Lófóten, en þetta kemur fram á vef mbl.is.Kafarar hafa undanfarna daga gengið frá festingum við Guðrúnu og þétt öll útloftunarrör frá olíutönkum skipsins til að koma í veg fyrir að olía leki úr því er það verður rétt við, en Guðrún Gísladóttir liggur alveg flöt á hliðinni á 40 metra dýpi.
„Veðurfar hefur ekki verið alveg nógu hagstætt til að hægt væri að sökkva tönkum enn sem komið er, en lítið vantar uppá að hægt sé að hefja þann hluta verksins. Gerðum tilraun síðastliðinn föstudag, en urðum að hætta við vegna þungrar öldu. Við bíðum nú betri veðurskilyrða til að sökkva tönkunum. Í biðinni gerum við hins vegar klárt niðri við skipið til að dæla lofti í þá eigin tanka skipsins sem notaðir verða við að fá það til að fljóta upp," segir Ásgeir Logi.
„Veðurfar hefur ekki verið alveg nógu hagstætt til að hægt væri að sökkva tönkum enn sem komið er, en lítið vantar uppá að hægt sé að hefja þann hluta verksins. Gerðum tilraun síðastliðinn föstudag, en urðum að hætta við vegna þungrar öldu. Við bíðum nú betri veðurskilyrða til að sökkva tönkunum. Í biðinni gerum við hins vegar klárt niðri við skipið til að dæla lofti í þá eigin tanka skipsins sem notaðir verða við að fá það til að fljóta upp," segir Ásgeir Logi.