Veður tefur björgun Guðrúnar Gísladóttur
Vetrarveðrið í N-Noregi veldur óvissu um hversu langan tíma tekur að bjarga fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur af hafsbotni úti fyrir Lofoten. Nú er ljóst að köfunarfyrirtækið Selöy Undervannsservice verður komið með öll tæki og mannskap á staðinn á fimmtudag og getur byrjað aðgerðir strax og veður leyfir.Samkvæmt reynslunni af veðurfari við Lofoten má búast við mörgum illviðrisdögum á þessum árstíma, strekkingsvindur er fremur regla en undantekning, og getur hæglega tafið framkvæmdir því þá verður ölduhæð mikil. Norska útvarpið NRK telur að við bestu aðstæður náist Guðrún Gísladóttir í fyrsta lagi upp í febrúarlok.
Verði aðstæður erfiðar geti það dregist mun lengur og jafnvel svo lengi að björgunarhópurinn komist í vandræði með að standa við þann frestinn sem norsk stjórnvöld hafa gefið Íslendingunum til að ná skipinu upp en hann er til 1. maí, segir á ruv.is.
Verði aðstæður erfiðar geti það dregist mun lengur og jafnvel svo lengi að björgunarhópurinn komist í vandræði með að standa við þann frestinn sem norsk stjórnvöld hafa gefið Íslendingunum til að ná skipinu upp en hann er til 1. maí, segir á ruv.is.