Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Suðvestan 13-18 m/s og él
Mánudagur 2. janúar 2006 kl. 22:47

Veður: Suðvestan 13-18 m/s og él

Í kvöld kl. 21 var suðvestanátt, víða 13-18 m/s og él eða skúrir, en léttskýjað að mestu norðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast á A-landi.

Viðvörun!
Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. Viðvörun gerð 02.01.2006 kl. 21:48


Yfirlit
Nærri kyrrstæð 964 mb lægð er 300 km V af Vestfjörðum, en A af Nýfundnalandi er vaxandi 990 mb lægð á hreyfingu NA.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og él, en hægari og léttskýjað á A-landi. Hiti kringum frostmark. Lægir heldur síðdegis, en vaxandi SA-átt annað kvöld og hlýnar með slyddu eða rigningu víða um land.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 13-18 m/s og él. Hiti nálægt frostmarki. Hægari vindur síðdegis, en hvöss suðaustanátt og hlýnar með rigningu annað kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024