Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Veður: Suðlægari og rigning
Fimmtudagur 7. júlí 2005 kl. 22:59

Veður: Suðlægari og rigning

Í kvöld kl. 21 var suðlæg átt, allhvöss við suðvesturströndina en mun hægari annars staðar. Súld eða rigning, en víðast þurrt NA- og A-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Yfirlit: Um 400 km V af Reykjanesi er 990 mb lægð sem fer NA.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Miðhálendinu.  Snýst í suðvestan 8-15 m/s í nótt, en 15-20 norðvestantil fram eftir morgundeginum. Rigning eða skúrir, en léttir til á NA- og A-landi í fyrramálið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA- og A-lands.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 8-15 m/s og skúrir í nótt og fyrramálið, síðan suðlægari og rigning. Hiti 10 til 13 stig.

Myndin: Það var rigning í Sandgerði nú á ellefta tímanum í kvöld, en myndin er tekin á vefmyndavél Sandgerðisbæjar í vitanum við höfnina í Sandgerði. Vélin er á slóðinni: http://webcam.sandgerdi.is/home/AViewer.html

Bílakjarninn
Bílakjarninn