Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Stöku él í dag
Mánudagur 26. janúar 2004 kl. 09:43

Veður: Stöku él í dag

Í morgun kl. 06 var suðvestlæg eða breytileg átt, 10-15 m/s við norðurströndina en hægari annars staðar. Vestantil á landinu var skýjað, en víða léttskýjað austanlands. Mildast var 3ja stiga hiti á Hornbjargs- og Straumnesvita, en kaldast 17 stiga frost við Mývatn.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Vestlæg átt, víða 5-10 m/s og stöku él vestanlands og við norðurströndina, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Dregur úr frosti í dag og hlánar við suðvestur- og vesturströndina. Norðan og norðvestan 5-10 m/s í kvöld og á morgun. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en hægari og víða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 8 stig.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðvestan og síðan vestan 5-10 m/s, skýjað og stöku él. Norðan 5-10 og léttskýjað í nótt. Hiti í kringum frostmark síðdegis, en frost 0 til 5 stig í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024