Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Skúrir eða slydduél síðdegis
Fimmtudagur 22. janúar 2004 kl. 09:27

Veður: Skúrir eða slydduél síðdegis

Í morgun kl. 6 var hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en sums staðar þokumóða eða súld úti við suðurströndina. Kaldast var 4ra stiga frost við Mývatn, en mildast 7 stiga hiti á Kambanesi.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Vaxandi suðaustan átt, 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestanlands er líður á morguninn og slydda norðaustantil síðdegis. Suðvestlægari og skúrir síðdegis suðvestantil, en aftur suðaustanátt með rigningu í nótt, þó síst á Norðausturlandi. Sunnan og suðaustan 5-10 og rigning með köflum á morgun, en slydda norðantil. Hiti 0 til 7 stig, en í kringum frostmark inn til landsins norðanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 3-8 m/s og súld með köflum, en 8-13 m/s og rigning er líður á morguninn. Suðvestan 10-15 og skúrir eða slydduél síðdegis. Aftur suðaustan 13-18 með rigningu í kvöld. Hiti 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring: Suðaustan 3-5 m/s og skýjað, en 5-10 og rigning er líður á morguninn. Suðvestan 8-13 og skúrir eða slydduél síðdegis, en aftur suðaustanátt með rigningu undir miðnætti. Hiti 1 til 5 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024