Veður: Nú fer að rigna
Í kvöld kl. 21 var breytileg átt, 1-9 m/s og víða léttskýjað. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast á Eyrarbakka og í Þúfuveri.
Yfirlit: 600 km SV af Hvarfi er víðáttumikil 985 mb lægð sem fer NA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hægviðri og víða léttskýjað í nótt, en sums staðar þoka við ströndina. Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun og fer að rigna suðvestanlands eftir hádegi, en bjartviðri norðan- og austanlands fram eftir degi. Suðaustan 8-13 m/s og rigning um allt land annað kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hæg vestanátt og skýjað. Vaxandi suðaustanátt á morgun, víða 8-13 m/s og rigning síðdegis. Hiti 10 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring: Hægviðri og skýjað. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 8-13 m/s og fer að rigna eftir hádegi. Hiti 7 til 13 stig.
Helgarveðrið:
Á laugardag: Nokkur suðlægur vindur, þykknar upp og fer að rigna suðvestanlands síðdegis, skýjað en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi.
Á sunnudag: Fremur hæg vestlæg átt og dálítil rigning suðvestan- og vestanlands, en styttir upp og léttir víða til um landið austanvert. Hiti víðast 8-11 stig, en allt að 17 stig á Suðaustur- og Austurlandi.