Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Norðaustan 15-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum
Þriðjudagur 13. janúar 2004 kl. 09:16

Veður: Norðaustan 15-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum

Í morgun kl. 06 var norðanátt, 18-23 m/s við norðurströndina og sums staðar vestanlands, en hægari annars staðar. Á norðurhelmingi landsins var snjókoma, rigning og slydda á austurlandi, en þurrt syðra. Hlýjast var 6 stiga hiti á Fagurhólsmýri, en kaldast 6 stiga frost í Æðey og Súðavík.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:

Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) norðvestantil og á annesjum norðaustanlands í dag, en einnig á Austurlandi á morgun.
Norðan- og norðaustan 18-23 m/s norðvestantil og á annesjum norðaustanlands í dag, en hægari vindur annars staðar. Norðaustan 18-23 m/s á morgun, en heldur hægari sunnanlands. Snjókoma eða slydda á norðan- og austanverðu landinu og talsverð ofankoma á Norðurlandi í dag, en á Austurlandi á morgun. Skýjað og úrkomulítið suðvestanlands. Hiti nálægt frostmarki víðast hvar.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðaustan 15-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum. Hægari inn til landsins og dálítil él norðantil, en annars skýjað með köflum og vægt frost.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024