Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Hiti 5 til 10 stig
Mánudagur 30. janúar 2006 kl. 09:55

Veður: Hiti 5 til 10 stig

Í morgun kl. 06 var suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning eða skúrir, en léttskýjað á N- og A-landi. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Sauðanesvita.

Yfirlit: Á vestanverðu Grænlandshafi er 980 mb lægð sem þokast N og grynnist, en yfir Bretlandseyjum er 1036 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Dálítil rigning eða skúrir, en léttskýjað norðaustantil á landinu. Hægari vindur og þurrt í nótt. Gengur í suðaustan 10-15 með rigningu sunnantil á landinu er kemur fram á morgundaginn, en hægari vindur N-lands og slydda síðdegis. Hiti 0 til 10 stig.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Sunnan og suðvestan 5-13 og skúrir, en lægir í nótt. Vaxandi suðaustanátt og rigning á morgun, 10-15 m/s síðdegis. Hiti 5 til 10 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024