Þriðjudagur 18. júlí 2017 kl. 16:32
Veður hefur ekki áhrif á Keflavíkurflugvelli
Þrátt fyrir leiðinlegt veður í dag þá hefur það ekki haft áhrif á Keflavíkurflugvelli fyrir utan eitt flug. Flugvél Air Iceland Connect sem var að koma frá Aberdeen í Skotlandi kaus að lenda frekar á Reykjavíkurflugvelli vegna veðurs í Keflavík.