Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður fer hlýnandi við suðvesturströndina í dag
Þriðjudagur 16. janúar 2007 kl. 08:00

Veður fer hlýnandi við suðvesturströndina í dag

Í morgun var breytileg átt, víða 3-8 m/s. Dálítil él á Norðurlandi, en annars víða bjartviðri. Frost 2 til 22 stig, kaldast í Svartárkoti í Bárðardal, en mildast við ströndina sunnantil.


Við vesturströnd Noregs er kröpp 973 mb lægð, sem hreyfist allhratt NA, en skammt SA af Hvarfi er 981 mb lægð, sem þokast NA og dýpkar.

 

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 10-18 m/s og úrkomulítið sunnan- og vestanlands síðdegis, en talsvert hægari og bjart að mestu norðaustanlands. Svipað veður á morgun. Frost 3 til 15 stig í fyrstu, kaldast til landsins. Hlánar við suður- og suðvesturströndina í dag.

 

Veðurkortamynd: Veðrið kl. 06 í morgun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024