Veður fer hlýnandi
Veður horfur á landinu: Suðaustan 8-13 m/s V-lands, en annars hægari. Súld eða dálítil rigning með köflum S- og V-lands, en yfirleitt léttskýjað NA-til. A-læg átt á morgun, 8-13 og dálítil væta sunnanlands, en hægara og bjart fyrir norðan. Hiti Hiti 12 til 22 stig, hlýjast í innsveitum á N- og A-landi.
Faxaflói: Suðaustan 8-13 m/s og súld öðru hverju, en hægari með kvöldinu. Austan 8-13 á morgun. Hiti 11 til 16 stig í dag, en 15-20 á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðaustan 8-13 m/s og víða rigning í fyrstu S- og V-lands, en þurrt og bjart veður á N- og NA-landi. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast N-lands.
Á sunnudag og mánudag:
Austan- og suðaustanátt. Léttskýjað á N- og A-landi, en þokubakkar við ströndina. Skýjað með köflum og dálítil væta S- og V-lands. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt og víða rigning um tíma. Fremur hlýtt.
Meira á vefsíðu veðurstofu Íslands.