Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Fallegur dagur í uppsiglingu
Þriðjudagur 16. mars 2004 kl. 09:02

Veður: Fallegur dagur í uppsiglingu

Í morgun kl. 06 var hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða súld og slydda á stöku stað norðaustan- og austanlands, en annars víða bjartviðri. Mildast var 4 stiga hiti á stöku stað á annesjum norðan- og austantil, en kaldast 6 stiga frost á Þingvöllum.

Yfirlit: Austur og suðaustur af landinu er víðáttumikið 991 mb lægðasvæði sem þokast norðaustur.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Hæg norðlæg eða breytileg átt víðast hvar og skýjað með köflum eða léttskýjað, en rigning og slydda á stöku stað norðaustan- og austanlands. Dálítil snjókoma eða slydda um norðanvert landið síðdegis. Norðlæg átt, víða 5-10 og snjókomu með köflum norðantil á morgun, en yfirleitt bjartviðri um sunnanvert landið. Hiti 0 til 7 stig sunnantil, en 0 til 4 stig nyrðra.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðlæg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað, en sumstaðar þoka fram eftir morgni. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast að deginum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024