Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Allt að 10 stiga hiti í kvöld
Þriðjudagur 30. mars 2004 kl. 08:46

Veður: Allt að 10 stiga hiti í kvöld

Í morgun kl. 06 var austlæg átt, víða 15-23 m/s og snjókoma um norðanvert landið. Sunnantil voru suðaustan 10-15 m/s súld eða rigning á Suðausturlandi, en skýjað með köflum og þurrt suðvestantil. Kaldast var 3 stiga frost inn til landsins norðantil, en hlýjast 9 stiga hiti á Skarðsfjöruvita.

Yfirlit: Um 150 km SV af Reykjanesi er 982 mb lægð sem hreyfist NV og grynnist heldur, en hún skilur eftir sig lægðardrag langt suður í haf. Yfir NA-Grænlandi er 1025 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Austlæg átt, víða 13-18 m/s og slydda eða snjókoma um norðanvert landið fram eftir morgni. Annars sunnan og suðaustan 8-15 og súld eða rigning með köflum. Hægari og úrkomulítið norðaustanlands síðdegis og á morgun. Hlýnandi og hiti víða 4 til 10 stig að deginum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 8-13 m/s í fyrstu, en síðan 5-10 og rigning eða súld með köflum. Heldur hvassara við ströndina í kvöld. Hiti 4 til 10 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024