Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: 15-20 m/s og talsverð snjókoma í nótt
Föstudagur 16. janúar 2004 kl. 15:18

Veður: 15-20 m/s og talsverð snjókoma í nótt

Á hádegi voru norðaustan 8-16 m/s norðvestantil, en annars hægari norðlæg átt og logn á nokkrum stöðum á Norðausturlandi. Él voru við norður- og austurströndina og dálítil snjókoma við Faxaflóa. Annars staðar var hálfskýjað eða alskýjað. Frost var frá einu stigi í Vestmannaeyjabæ niður í 16 stig við Mývatn og á Végeirsstöðum í Fnjóskadal.

Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi syðst á landinu í nótt og fyrramálið.
Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum og annesjum norðvestanlands, hægari vindur austanlands. Vaxandi norðaustanátt suðvestan- og vestantil, 15-20 í kvöld, en suðaustan 18-23 m/s syðst á landinu í nótt. Víða dálítil él norðan- og austantil, en snjókoma suðvestantil og talsverð snjókoma á Suður- og Vesturlandi í nótt og fyrramálið. Norðan 10-15 á morgun, en hægari breytileg átt um austanvert landið fram yfir hádegi. Snjókoma um mest allt land, en léttir suðvestantil síðdegis á morgun. Frost 4 til 19 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en hiti nálægt frostmarki allra syðst í nótt.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Vaxandi norðaustanátt og snjókoma, 13-18 m/s síðdegis, en 15-20 m/s og talsverð snjókoma í nótt. Dregur úr vindi og ofankomu á morgun, norðan 10-15 og léttir til síðdegis. Frost 4 til 10 stig, en hiti nálægt frostmarki sunnantil í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024