Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðsettu lóð í eigu Reykjanesbæjar fyrir milljarð
Miðvikudagur 25. ágúst 2010 kl. 15:02

Veðsettu lóð í eigu Reykjanesbæjar fyrir milljarð


Einkahlutafélagið Toppurinn innflutningur ehf. gerði 1. júní 2006 lóðaleigusamning við Reykjanesbæ til 75 ára um leigu á byggingarlóðinni Hjallar 1 og veðsetti í sama mánuði byggingarlóðina upp í rjáfur. DV greinir frá þessu í dag og segist hafa undir höndum þinglýsingarvottorð þar sem fram komi að 26. júní 2006 hafi VBS fjárfestingarbanki gefið út 200 skuldabréf fyrir þessari sömu lóð, hvert upp á fimm milljónir króna. Toppurinn innflutningur fékk þannig milljarð króna í lán með því að veðsetja lóð í eigu Reykjanesbæjar, að sögn DV.

Samkvæmt frétt DV mun Reykjanesbær hafa samþykkt veðsetninu landsins, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki sé heimilt að veðsetja eða framselja byggingalóð fyrr en mannvirki séu orðin fokheld.
Á umræddri lóð stóð til að reisa svokallað Motopark, en Toppurinn fór í gjaldþrot áður en nokkur mannvirki risu á svæðinu.

Sjá frétt DV hér.

VFmynd/elg - Talsverð jarðvinna hafði farið fram á Motopark-svæðinu áður en framkvæmdir stöðvuðust vegna gjaldþrots.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024