Veðrið: Lítilsháttar væta um helgina
Veðurspáin gerir ráð fyrir að það verði dálítil rigning eða súld um landið norðvestanvert, skýjað og þurrt að kalla suðvestanlands, en annars bjartviðri. Suðlægari er líður á morgundaginn. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig að deginum.
Faxaflói:
Suðvestan 5-10 m/s er kemur fram á daginn og skýjað, en úrkomulítið. Suðlægari á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðvestan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum sunnan- og vestantil og hvassast þar, en annars bjartviðri. Suðlægari síðdegis. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag:
Sunnan og suðaustan 5-10 m/s en allt að 13 m/s vestast. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum. Milt í veðri.
Á sunnudag:
Suðaustan og austan 5-10 m/s og víða rigning, en úrkomulítið um landið norðanvert. Hiti 10 til 15 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt með rigningu af og til, einkum suðaustantil. Áfram fremur hlýtt í veðri.