Veðrið: Léttir til á morgun
Faxaflói: Suðaustan 5-10 m/s og smá væta. Hægviðri eða hafgola á morgun og léttskýjað. Hiti 13 til 18 stig, en 18 til 23 á morgun.
Veðurspá á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Norðaustanátt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað með köflum á N- og A-landi og þokuloft við ströndina. Hiti víða 15 til 25 stig, hlýjast á SV- og V-landi.
Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt, dálítil rigning austantil en annars skýjað. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast vestantil.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg austan- og norðaustanátt. Skýjað með köflum og hlýtt áfram.