Veðrið í dag: Vindhviður geta farið upp í 40-50 metra á sekúndu
Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands sem gerð var klukkan 12:45 er búist við að upp úr klukkan 15 geti vindhviður farið í 40-50 metra á sekúndu. Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á öllu landinu. Búist er við ofsaveðri (um 30 m/s) á vestanverðu landinu síðdegis. Suðaustan 18-25 m/s og rigning með köflum. Upp úr kl. 15 eru verulegar líkur á skammvinnu suðvestan ofsaveðri Suðvestanlands, með vindhviður upp á 40-50 m/s. Veðrið færist síðan norður um vestanvert landið á næstu 4-6 klst og verður að mestu gengið niður í kvöld, síðast á vestanverðu Norðurlandi. Á morgun lítur út fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með slyddu eða rigningu, einkum suðaustanlands. Fremur hlýtt áfram.