Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðrið: Frost og funi
Laugardagur 6. desember 2008 kl. 12:40

Veðrið: Frost og funi




Suðlæg átt, 8-15 m/s, en 13-18 NV-lands síðdegis. Rigning og síðar skúrir eða él, en dálítil slydda eða snjókoma NA- og A-lands. Hiti 0 til 7 stig. Hægari og víða él á morgun, en strekkings vindur og slydda eða snjókoma fram eftir degi SA-lands. Frost 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Suðvestan 8-15 og skúrir eða él. Hiti 0 til 7 stig. Hægari á morgun, él og vægt frost.



Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 8-13 og rigning, en vestlægari og skúrir eða él síðdegis. Hiti 1 til 5 stig. Hægari á morgun, él og vægt frost.



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Vestlæg átt, víða 5-13 m/s og él, en léttskýjað SA- og A-lands. Frost 0 til 8 stig, en hiti í kringum frostmark við suðvesturströndina.

Á þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt, úrkomulítið og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt síðdegis með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri vestantil á landinu.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Sunnan- og suðvestanátt. Rigning eða slydda með köflum, einkum S- og V-lands. Hiti 0 til 8 stig, en í kringum frostmark á N- og A-landi.