Veðrið breytist lítið, hiti fer í 16 stig
Hægviðri eða hafgola. Víða skýjað úti við austurströndina, annars bjartviðri að mestu, en þó líkur á síðdegisskúrum sunnanlands. Hæg vestlæg átt á morgun með stöku skúrum norðan- og vestantil, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast í innsveitum.
Faxaflói:
Hægviðri eða hafgola. Léttskýjað að mestu, en stöku skúrir á morgun. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Hæg vestlæg átt og skúrir víða norðan- og vestanlands, annars léttskýjað. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast austantil.
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-13 m/s norðvestantil síðdegis, annars hægari vindur. Skúrir norðan- og vestanlands, en léttskýjað sunnan- og austantil. Hiti 10 til 16 stig.
Á föstudag og laugardag:
Ákveðin suðlæg átt og vætusamt sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu norðaustantil. Milt í veðri.
Suðaustan- og austanátt með vætu suðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið. Áfram hlýtt í veðri.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt og skúrir víða um land. Heldur kólnandi.