Veðrið breytist lítið, hiti 10 til 15 stig
Spá fyrir Faxaflóa: Fremur hæg breytileg átt eða hafgola. Bjartviðri, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 15 stig að deginum, en 2 til 8 í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á sunnudag:
Norðvestlæg átt 3-8 m/s og skúrir víða um land, einkum austantil. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðvestan 8-13 og rigning norðaustantil, en annars heldur hægari vindur og fremur bjart. Áfram fremur svalt í veðri.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Heldur vaxandi norðaustan átt og rigning með köflum í flestum landshlutum. Hiti 7 til 14 stig.
Af www.vedur.is