Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 19. apríl 2000 kl. 14:56

Vaxtahækkanir hjá Íbúðalánasjóði -Ósvífin aðgerð ríkisins sem bitnar á neytendum

Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ákveðið að vextir á íbúðum sem koma til innlausnar, verði framvegis 3,9% en voru áður 2,4%. Sveindís Valdimarsdóttir (J) tók málið upp á síðasta bæjarstjórnarfundi og mótmælti hækkununum. Hún lagði fram ályktun sem fulltrúar minnihlutans undirrituðu, og þar segir m.a. „Þessi hækkun vaxta kemur í kjölfar hækkunar húsaleigubóta og étur upp þann ávinning og ríflega það. Með þessum aðgerðum fer hækkun húsaleigubóta til ríkisins í stað þeirra sem ætlunin var að nyti þeirra.“ Skúli Þ. Skúlason (B) sagðist geta tekið undir vonbrigði Sveindísar og lagði til að bæjarstjórn óskaði eftir skýringum á þessum hækkunum hjá Íbúðalánasjóði, áður en lengra yrði haldið. Jóhann Geirdal (J) sagði að sveitarstjórnin ætti að mótmæla þessari aðferð ríkisins, þar sem um væri að ræða yfirfærslu á fjármagni, úr bæjarsjóði í ríkiskassann. „Ríkið er að minnka niðurgreiðslur á félagslegri aðstoð, á sama tíma og sveitarfélög eru hvött til að fjölga leiguíbúðum og hækka húsaleigubætur. Ríkið er einfaldlega að færa aðstoðina í meira mæli yfir á okkur“, sagði Jóhann. Skúli Þ. Skúlason lagði til að ályktun Sveindísar yrði vísað í bæjarráð, því hún fengi meira vægi ef bæjarfulltrúar sameinuðust um hana, en fyrst yrði að leyta skýringa á hækkununum. Tillaga Skúla var samþykkt 11-0.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024