Vaxandi suðaustanátt
Á Garðskagavita voru ASA níu klukkan átta í morgun og hiti 12 stig.
Klukkan 6 í morgun voru suðaustan 8-12 m/s við suðurströndina, en hæg suðlæg átt annars staðar. Dálítil súld var sunnantil á landinu, en þoka á A-landi. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Seyðisfirði og Sauðanesvita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt, 8-13 m/s og rigning síðdegis. Hægari vindur á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu á morgun:
Suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 og rigning SV-lands síðdegis. Úrkomulítið annars staðar og bjartviðri á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi. Suðaustan 5-10 og rigning eða súld á morgun, en þurrt NA-lands.