Vaxandi suðaustanátt
Kl. 06 var suðlæg eða breytileg átt á landinu, 8-17 m/s vestantil, en mun hægari austantil. Snjókoma var á Suðausturlandi, en annars skýjað með köflum. Frostlaust var með suðvestur- og vesturströndinni, en kaldast 18 stiga frost í Möðrudal.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp og minnkandi frost. Suðaustan 13-20 eftir hádegi, rigning eða slydda og hiti 2 til 5 stig. Sunnan 8-13 og skúrir í kvöld, en 10-15 og rigning í fyrramálið. Hægari aftur síðdegis á morgun.