Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vaxandi suðaustanátt
Mánudagur 11. október 2004 kl. 09:09

Vaxandi suðaustanátt

Klukkan 06.00 í morgun var suðvestan 5-13 m/s. Skúrir um landið vestanvert, en annars yfirleitt skýjað með köflum og þurrt. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast á annesjum austantil.

Yfirlit:
Yfir Skandinavíu er 1033 mb hæð sem þokast austur, en um 300 km norður af landinu er 1000 mb smálægð sem hreyfist norðaustur. Skammt suður af Hvarfi er vaxandi 993 mb lægð á leið norðaustur.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir vestantil, en annars skýjað með köflum. Vaxandi suðaustanátt um og eftir hádegi og fer að rigna sunnan- og vestanlands. Suðaustan 10-18 m/s suðvestan- og vestanlands í kvöld og talsverð rigning, en mun hægari og þurrt norðaustantil fram eftir kvöldi. Hvessir austast í nótt. Austlæg átt, 8-15 og víða rigning á morgun, en norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og á Ströndum. Hiti 5 til 12 stig að deginum, hlýjast norðaustanlands, en kólnar seint á morgun, fyrst norðvestantil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024